Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
Niðurrif á félagsheimili vekur sterkar tilfinningar í sunnlenskri sveit
Niðurrif á félagsheimili vekur sterkar tilfinningar í sunnlenskri sveit

Niðurrif á félagsheimili vekur sterkar tilfinningar í sunnlenskri sveit

00:16:31
Report
Hluti íbúa Flóahrepps á Suðurlandi er ósáttur við að tæplega 100 ára samkomuhús í sveitinni hafi verið selt til Vegagerðarinnar. Þeir telja ljóst að rífa eigi samkomuhúsið til að rýma fyrir breikkun á Þjóðvegi 1. Húsið heitir Þingborg og stendur tæpa 10 kílómetra austan við Selfoss ofan í Þjóðvegi 1. Prjónaverslun hefur verið rekin í húsinu í 35 ár og eru meðal annars seldar þar ullarvörur frá um 100 einstaklingum hér á landi. Stofnaður hefur verið sérstakur Facebook-hópur til að berjast gegn því að húsið verði rifið. Rætt er við íbúa í sveitarfélaginu um málið sem og við sveitarstjórann sem svarar spurningum um söluna og framkvæmdirnar við veginn. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Niðurrif á félagsheimili vekur sterkar tilfinningar í sunnlenskri sveit

View more comments
View All Notifications