Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
Umdeilda heimildarmyndin um arðrán Dana á Grænlandi
Umdeilda heimildarmyndin um arðrán Dana á Grænlandi

Umdeilda heimildarmyndin um arðrán Dana á Grænlandi

00:16:04
Report
Heimildarmynd um hvernig danska ríkið og þarlendir fjárfestar högnuðust ævintýralega á námu á Grænlandi á 19. og 20. öld hefur verið mikið í umræðunni í löndunum tveimur eftir að hún var frumsýnd í danska ríkisútvarpinu í byrjun mánaðarins. Myndin heitir Hið hvíta gull Grænlands. Myndinni var kippt úr sýningu í danska ríkisútvarpinu í gær í kjölfar mikillar umræðu þar í landi sem náði inn til ríkisstjórnar Danmerkur. Ástæðan er sú að í myndinni eru settar fram umdeildar og umdeilanlegar staðhæfingar um tekjur og hagnað Dana af þessari námu. Umræðan um myndina heldur áfram á fullu þar sem margir á Grænlandi telja að þessar skekkjur í myndinni breyti ekki helsta inntaki myndarinnar um arðrán Dana í landinu. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Umdeilda heimildarmyndin um arðrán Dana á Grænlandi

View more comments
View All Notifications