Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
Stórfyrirtækið Kaupfélag Skagfirðinga og umsvif þess
Stórfyrirtækið Kaupfélag Skagfirðinga og umsvif þess

Stórfyrirtækið Kaupfélag Skagfirðinga og umsvif þess

00:16:14
Report
Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðarákróki er orðið að stórfyrirtæki á landsvísu sem fjárfestir í fyrirtækjum á mörgum ólíkum sviðum. Flóra fjárfestinga kaupfélagsins nær allt frá útgerð og landbúnaði, til framleiðslu á ídýfum og majónessósum, og yfir í afþreyingariðnaðinn. Sem dæmi um fyrirtæki sem kaupfélagið á má nefna Hamborgarafabrikkuna, Metró, Vogabæ, E. Finnson, Mjólku, American Style, Aktu Taktu, Shake and Pizza, Black Box, Keiluhöllina, Fóðurblönduna, hoppugarðinn Skopp í Kópavogi og síðast en ekki síst þriðjungshlut í stórútgerðinni Vinnslustöðinni í Kópavogi. Mjólkurkýr Kaupfélags Skagfirðinga er hins vegar útgerðin FISK Seafood. Þátturinn er sá annar af þremur þar sem fallað um er umsvif stórútgerða og eigenda þeirra í öðrum atvinnurekstri á Íslandi. Í fyrsta þættinum var fjallað um fyrirtækjaveldi Guðbjargar Matthíasdóttur í Eyjum og í þeim síðasta verður fjallað um Samherja.

Stórfyrirtækið Kaupfélag Skagfirðinga og umsvif þess

View more comments
View All Notifications