Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
102. Grænahlíð - með börnum og fjölskyldum þeirra í liði
102. Grænahlíð - með börnum og fjölskyldum þeirra í liði

102. Grænahlíð - með börnum og fjölskyldum þeirra í liði

00:38:23
Report
Í þessum þætti heimsækir Kristín Björg Viggósdóttir vinnustað sinn, Grænuhlíð, og ræðir við Önnu Maríu Jónsdóttur geðlækni og Öldu Pálsdóttur iðjuþjálfa um starfsemi miðstöðvarinnar og þá meðferðarnálgun sem þar er unnið eftir. Grænahlíð er fjölskyldumiðað geðheilbrigðisúrræði fyrir 0–25 ára börn og ungmenni, þar sem þverfaglegt teymi vinnur með allri fjölskyldunni út frá áfallamiðaðri og tengslaeflandi nálgun. Í þættinum fjalla þær meðal annars um hversu mikilvægt er að horfa ekki eingöngu á hegðun barnsins heldur á barnið í samhengi við umhverfi, sögu, stuðning og tengsl. Þær ræða einnig gildi öruggra marka, aðferðina að byrja á tilfinningalegri tengingu áður en gripið er til atferlismótandi aðferða, og hvernig athygli er í raun þörf barnsins fyrir tengsl. Einnig kemur fram hvernig merki um hugrof eða ýkt viðbrögð geta vísað til áfalla sem mikilvægt er að taka alvarlega. Að lokum deila þær praktískum ráðum fyrir foreldra, meðal annars því hversu öflug áhrif það getur haft að gefa barninu þrjú skipti á viku þar sem það fær óskipta athygli í hálftíma — til að styrkja tengsl, öryggi og vellíðan.

102. Grænahlíð - með börnum og fjölskyldum þeirra í liði

View more comments
View All Notifications