Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
27. Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, frumkvöðull og framkvæmdastjóri
27. Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, frumkvöðull og framkvæmdastjóri

27. Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, frumkvöðull og framkvæmdastjóri

01:18:16
Report
Gestur okkar að þessu sinni er Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Oktavía er frumkvöðull, framkvæmdastjóri og reyndur ráðgjafi á sviði heildræns nets- og upplýsingaöryggis. Hán hefur þróað og skapað verkefni og fyrirtæki sem tengjast öryggi, menningu og tækni um allan heim. Oktavía var meðstofnandi þankatanksins future404 ehf. og situr í ráðgjafahóp Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega stjórnsýslu internetsins. Í þættinum ræða Hildur og Oktavía meðal annars: Uppvaxtarárin í Danmörku Menntaskólaárið í Bandaríkjunum þar sem hán kynntist tölvum og möguleikum tækninnar Mikilvægi þess að vinna með höndunum og skapa til jafnvægis við nám sem leiddi hán að vinna hjá bifreiðaverkstæði með menntaskóla Árin í CBS í Kaupmannahöfn og starfið hjá Telia í Danmörku og lærdóminn sem fylgdi verkefnunum þar Meistaranámið sem endaði með tvöfaldri meistaragráðu frá háskólanum í Hróarskeldu Starfið fyrir International Media Support sem leiddi hán um allan heim og oft í hættulegar aðstæður Frumkvöðlaverkefni fjármagnað af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um heildrænt net- og upplýsingaöryggi Pólitíkina og setu á Alþingi Íslendinga eftir 30 ára búsetu erlendis Hlutverk háns í ráðgjafahópi Sameinuðu þjóðanna um málefni internetsins og undirbúning stórrar ráðstefnu um málefnið sem fer fram í Sádi-Arabíu Bíladelluna og hvað það er ekkert betra en að fara í sund og hvað það er líka gott að gera bara alls ekki neitt ---------------------------------------------------------------- Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira? Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum: LinkedIn Facebook Instagram ---------------------------------------------------------------- Um hlaðvarpið Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir Styrktaraðilar eru Sýn, Advania og Geko

27. Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, frumkvöðull og framkvæmdastjóri

View more comments
View All Notifications