Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
81. Einar Örn Einarsson, meðstofnandi Serrano, Zócalo og Wok to Walk á Íslandi
81. Einar Örn Einarsson, meðstofnandi Serrano, Zócalo og Wok to Walk á Íslandi

81. Einar Örn Einarsson, meðstofnandi Serrano, Zócalo og Wok to Walk á Íslandi

00:00:01
Report
Viðmælandi þáttarins er Einar Örn Einarsson, stofnandi og forstjóri Zócalo. Zócalo er keðja af mexíkóskum skyndibitastöðum sem eru allir reknir sem sérleyfisstaðir meðal annars í London, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Einar er fæddur árið 1977, gekk í Verzlunarskóla Íslands og kláraði síðar BA gráðu í hagfræði frá Northwestern University í Chicago. Eftir útskrift flutti Einar aftur til Íslands og stofnaði ásamt Emil Helga Lárussyni, veitingastaðinn, Serrano, árið 2002. Hann vann í nokkur ár sem markaðsstjóri hjá Danól áður en hann ákvað síðan að einbeita sér algjörlega að Serrano árið 2006. Árið 2008 flutti Einar síðan til Svíþjóðar til að stofna fyrsta Serrano staðinn þar en síðar breyttist Serrano í Zócalo og með árunum eru Zócalo staðirnir orðnir 22 talsins í fimm löndum. Einar hefur einnig stofnað mathöll í miðbæ Stokkhólms og pizzakeðjuna Vår Pizza í Stokkhólmi. Hann flutti síðan aftur til Íslands árið 2022 og stofnaði nýverið Wok to Walk staðina á Íslandi. Hann situr nú í stjórn Haga og í stjórn Þróttar, íþróttafélags.Þátturinn er kostaður af KPMG.

81. Einar Örn Einarsson, meðstofnandi Serrano, Zócalo og Wok to Walk á Íslandi

View more comments
View All Notifications