Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
48. Ægir Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi
48. Ægir Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi

48. Ægir Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi

01:18:20
Report
Viðmælandi þáttarins er Ægir Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. Ægir er fæddur árið 1973 og er alinn upp á Selfossi. Hann gekk í Fjölbrautaskóla Suðurlands, R.A. Long High School og kláraði síðan BA próf í sálfræði og Master í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands. Ægir starfaði um árabil hjá Capacent, þekkingar- og ráðgjafyrirtæki, og vann þar sem ráðgjafi, mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs. Hann starfaði síðan sem mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála áður en hann tók við forstjórastólnum hjá Advania á Íslandi árið 2015. Advania er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og tilheyrir Advania samstæðunni sem er með starfsemi víða í Evrópu. Mikill vöxtur hefur verið hjá Advania á síðustu árum og í dag starfa þar um 4500 manns, þar af um 630 manns á Íslandi en sjóður á vegum Goldman Sachs keypti meirihluta í Advania árið 2021. Ægir hefur einnig setið í stjórn Viðskiptaráðs og Festu, miðstöðvar um sjálfbærni, auk nokkurra dótturfélaga Advania. Þátturinn er kostaður af Arion, Icelandair og Krónunni.

48. Ægir Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi

View more comments
View All Notifications