Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
44. Ingvar Helgason, stofnandi og forstjóri Vitrolabs Inc.
44. Ingvar Helgason, stofnandi og forstjóri Vitrolabs Inc.

44. Ingvar Helgason, stofnandi og forstjóri Vitrolabs Inc.

01:43:33
Report
Viðmælandi þáttarins er Ingvar Helgason, stofnandi og framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins VitroLabs Inc. Vitrolabs er nýsköpunarfyrirtæki sem þróar leður úr stofnfrumum dýra. Fyrirtækið er staðsett úti í Bandaríkjunum og hefur safnað yfir $46m frá m.a. Khosla Venures og Leanordo Dicaprio. Ingvar er fæddur árið 1980 og hóf ungur störf í tískuiðnaðinum. Eftir að hann flutti til London árið 2001 hóf hann störf hjá tískuhönnuðinum Marjan Pejoski sem er frægastur fyrir svanakjól Bjarkar og stofnaði síðan tískufyrirtækið Ostwald Helgason í Bretlandi sem hannaði og framleiddi tískuföt sem seld voru víða um heim. Eftir lokun fatamerkisins stofnaði Ingvar Vitrolabs Inc. árið 2016 sem framleiðir leður úr stofnfrumum dýra á umhverfisvænan hátt sem verður m.a. selt til tísku- og bílaframleiðanda. Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion banka og Icelandair.

44. Ingvar Helgason, stofnandi og forstjóri Vitrolabs Inc.

View more comments
View All Notifications